Íslandsmet í Skólahreysti seinkaði útsendingu RÚV

Dagskrá RÚV seinkaði allt gærkvöld þegar Iðunn Embla Njálsdóttir setti …
Dagskrá RÚV seinkaði allt gærkvöld þegar Iðunn Embla Njálsdóttir setti Íslandsmet í hreystigreipi. Skjáskot/RÚV

Íslandsmet Iðunnar Emblu Njálsdóttir í hreystigreipi sem hún setti í Skólahreysti varð til þess að seinkun varð á útsendingu RÚV í gærkvöldi.

„Það var ljóst að það var engin sem sá fyrir að, hvað þá að það yrði slegið svona rækilega að það myndi raska allri dagskránni sem á eftir fylgdi,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson,  dagskrástjóri RÚV, um seinkunina.

Að sögn Skarphéðins var seinkunin á tíufréttum það kvöld fimm til tíu mínútur.

„Það var náttúrulega ekki bara tilkomið vegna þessa afreks hennar en það var stærsta ástæðan. Þetta var svo óvænt og þetta var svo rækilega slegið að það var enginn tilbúinn að sjá það fyrir að þetta myndi teygjast svona á beinu útsendingunni þess vegna.“

Skarphéðinn segir þó að afrekið muni ekki hafa mikil áhrif á hvernig Skólahreysti verði sjónvarpað í framtíðinni.

„Það er kannski frekar það að við munum skoða það hvort að við getum einhvern veginn lagað okkur að svona mögulegum, kærkomnum og skemmtilegum uppákomum eins og afreki hennar.“      

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert