Íslendingar á varðbergi gagnvart öppum

Misjafnt er hvað símnotendur hlaða niður af öppum.
Misjafnt er hvað símnotendur hlaða niður af öppum. AFP

Íslendingar virðast vera meðvitaðri en margar aðrar Evrópuþjóðir um áhættuna sem getur fylgt því að veita smáforritum eða öppum sem hlaðið er niður í snjallsíma aðgang að persónuupplýsingum í símanum.

Í nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, á hversu varir Evrópubúar eru um sig og vernda einkaupplýsingar sínar í snjallsímum kemur fram að 18% 16 til 74 ára íbúa í löndum Evrópusambandsins segjast aldrei takmarka eða loka fyrir aðgang að persónugögnum í símunum sínum þegar þeir hlaða niður eða nota öpp í þeim.

Á Íslandi segjast 8% aldrei hafa takmarkað eða neitað að deila persónugögnum með farsímaappi og er hlutfallið hvergi lægra en hér á landi meðal þeirra Evrópuþjóða sem samanburðurinn nær til.

Svíar eru einnig varir um sig en þar er hlutfallið 11% og 12% Hollendinga og Portúgala og 13% Belga og Þjóðverja segjast aldrei takmarka eða neita smáforritum um aðgang að gögnum í símunum sínum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »