Litlar breytingar á veðri

Kort/Veðurstofa Íslands

Hægur vindur og bjart veður en smáskúrir á víð og dreif sunnan- og vestanlands. Hiti 1 til 9 stig í dag, en víða frost í nótt.

Austlæg eða breytileg átt á morgun, gola eða kaldi. Víða skúraleiðingar en að mestu þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 3 til 9 stig. Á föstudag er útlit fyrir svipað veður áfram að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s en 8-13 syðst. Skúrir eða slydduél en yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 2 til 8 stig.

Á laugardag:
Norðaustan 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Hiti 1 til 9 stig yfir daginn, mildast suðvestan til en víða næturfrost.

Á sunnudag:
Norðaustanátt, skýjað og lítils háttar rigning eða slydda austan til en annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum en þurrt að kalla.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir breytilega átt og bjartviðri en stöku skúr suðvestan til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert