Sjálfstæðismenn í prófkjör í Kraganum

Hafnarfjörður er í Suðvesturkjördæmi.
Hafnarfjörður er í Suðvesturkjördæmi. mbl.is/Sigurður Bogi

Ákveðið var á fjarfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær að haldið skyldi prófkjör fyrir alþingiskosningar í haust. Þetta staðfesti Lovísa Árnadóttir, formaður kjördæmisráðsins, við Morgunblaðið að loknum fundi í gærkvöldi.

Horft er til þess, að hennar sögn, að halda prófkjörið í júní og líklega þá um miðjan mánuðinn. Ekkert hefur þó endanlega verið ákveðið um það, enda er það á forræði yfirkjörstjórnar flokksins að ákveða slíkt.

Lovísa segir að mikil samstaða hafi verið um að halda prófkjör frekar en að stilla upp á lista, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert