Upplýsingafundur í raunheimum

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir …
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir verða öll á fundi dagsins. Ljósmynd/Almannavarnir

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11:00 og verður fjölmiðlafólki heimilt að mæta á fundinn. Ýmsir þeirra sem tengjast aðgerðum í baráttunni við Covid-19 verða á fundinum. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19-faraldursins hér á landi ásamt Ölmu Möller landlækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.

Vegna breyttra sóttvarnareglna þar sem fleiri mega koma saman, þá er fjölmiðlafólki boðið að koma á staðinn.

Smitrakningarapp embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (Rakning C-19) hefur verið uppfært og nýtir nú bluetooth-virkni snjalltækja til að styðja við rakningu smita.

Fjallað verður um uppfærsluna á upplýsingafundinum.

mbl.is