Vínkaupmaður kærir ríkið fyrir Vínbúðina

Arnar Sigurðsson áfengissali .
Arnar Sigurðsson áfengissali . mbl.is/Eggert Jóhannesson

Santewines SAS, frönsk vínbúð á netinu ætluð Íslendingum, hefur kvartað til Neytendastofu undan því að Áfengis-/tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) noti heitið Vínbúðin um starfsemi sína.

Hún eigi sér enga stoð í lögum og brjóti lög um viðskiptahætti og markaðssetningu.

Þetta kemur m.a. fram í viðtali við Arnar Sigurðsson, vínkaupmann og eiganda vínbúðarinnar, í Dagmálum í dag, streymisveitu sem opin er áskrifendum Morgunblaðsins. Hér má nálgast þáttinn. 

Bent er á að ÁTVR hafi t.d. auglýst að vínbúðirnar séu lokaðar nú á uppstigningardag, sem sé ekki rétt. Vínbúð sante.is verði opin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert