Birgir sækist eftir öðru til þriðja sæti

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem fram fer 4. og 5. júní næstkomandi.

Í tilkynningu frá Birgi kemur fram að hann sækist eftir því að vera áfram í framlínusveit flokksins og óski eftir stuðningi í 2. til 3. sæti. Birgir hefur setið á Alþingi frá árinu 2003 og hefur frá ársbyrjun 2017 verið formaður þingflokksins.

Að sögn Birgis eru fram undan gríðarlega mikilvæg verkefni sem snúa að endurreisn atvinnulífsins og fjölgun atvinnutækifæra eftir samdrátt og erfiðleika undanfarinna missera. Þar þurfi stjórnmálamenn að skapa hagstæð skilyrði til að einkaframtakið nái að blómstra en varast útþenslu hins opinbera.

Hann leggur áherslu á að standa þurfi vörð um frelsi einstaklingsins, sem sótt sé að úr ýmsum áttum, og tryggja að ekki sé vegið að stoðum stjórnskipunarinnar og réttarríkisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »