Fær rúmar 1,8 milljónir króna

Fyrsti vinningur í Víkingalottó gekk ekki út í gærkvöldi. Heppinn Norðmaður var aftur á móti einn með 2. vinning og hlýtur hann tæpar 38 milljónir króna fyrir vikið.

Einn miðahafi var með íslenska 3. vinninginn og fær hann rúmar 1,8 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is.

Átta voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Vitanum á Laugavegi 62 í Reykjavík, Prinsinum Hraunbæ í Reykjavík, N1 Ártúnshöfða í Reykjavík, Lottó-appinu og lotto.is, auk þess sem þrír miðanna voru í áskrift.

mbl.is