Handsömuðu manneskju og biðu eftir lögreglu

Tilkynningin barst úr Árbænum.
Tilkynningin barst úr Árbænum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Upp úr miðnætti í nótt var lögreglu tilkynnt að manneskja væri að reyna að brjótast inn í hús í Árbæ. Maðurinn sem tilkynnti lét síðar vita af því að hann, ásamt öðrum, væri búinn að handsama viðkomandi og biði eftir komu lögreglu.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að manneskjan sé vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Um klukkustund síðar var lögreglu tilkynnt að rúða hefði verið brotin í Hlíðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina