Harma að Hörður hafi óskað eftir starfslokasamningi

Hörður Áskelsson.
Hörður Áskelsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sóknarnefnd Hallgrímssafnaðar harmar að Hörður Áskelsson, organisti kirkjunnar, hafi óskað eftir starfslokasamningi í stað þess að gera heiðurslaunasamning við kirkjuna sem honum stóð til boða. 

Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi sóknarnefndar 11. maí. 

Þar segir að heiðurslaunasamningur hefði falið í sér starfsaðstöðu og fjármuni fyrir Hörð til þess að vinna með kórum í Hallgrímskirkju að þremur stórum verkefnum auk annarra viðfangsefna næstu tvö ár. 

Hörður sagði upp starfi sínu í byrjun mánaðar og sagði þá að síðastliðin þrjú ár hefði listastarf Hall­gríms­kirkju „búið við vax­andi mót­byr frá for­ystu safnaðar­ins sem smám sam­an hef­ur rænt mig gleði og starfs­orku“.

Aðalfundur Tónskáldafélags Íslands fór fram í gær og sagðist félagið þá harma þróun tónlistarmála í Hallgrímskirkju. 

Í ályktun sóknarnefndarinnar eru Herði auk þess „þökkuð áratuga störf sem hafa auðgað tónlistarlíf kirkju og þjóðar og skilað mikilvægum tónlistararfi“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert