Launahækkanirnar út úr kortinu

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir miklar áskoranir fylgja því að reka íslenskt flugfélag. Það birtist m.a. í ákvæðum þeirra kjarasamninga sem samþykktir hafa verið á síðustu árum.

„[...] launahækkanir hér á Íslandi hafa verið, leyfi ég mér að segja, algjörlega út úr kortinu miðað við samkeppnislöndin. Síðustu tólf mánuði hafa þetta verið ríflega 10% á ársgrundvelli meðan við erum að horfa upp á núll til tvö prósent hjá samkeppnislöndunum. Þannig að þetta verður alltaf mjög krefjandi verkefni fyrir íslensk fyrirtæki að standa í þessari samkeppni en við erum að vinna í þessu módeli, þessu íslenska módeli þannig að tekjumódelið verður að endurspegla það.“

Bogi Nils, sem er gestur í Dagmálum á mbl.is, streym­isveitu sem opin er áskrif­end­um Morg­un­blaðsins, segir að þótt þessi staða sé uppi sé framtíð Icelandair Group björt. Reynslan hafi sýnt að viðskiptalíkan félagsins hafi virkað vel og flest bendi til að það eigi ekki síður við þegar litið sé til framtíðar.

Spurður út í kjarasamningana sem Icelandair undirritaði við flugstéttir sínar í aðdraganda hlutafjárútboðs í september í fyrra, segir Bogi Nils að þeir hafi aukið hagkvæmni félagsins til muna. Félagið sé sátt við lendinguna sem náðst hafi í viðræðunum. Hins vegar þurfi alltaf að hafa í huga að Icelandair sinni flugþjónustu sem teygi sig yfir mörg tímabelti og það setji nýtingu áhafna talsverðar skorður.

Bogi Nils Bogason.
Bogi Nils Bogason. mbl.is/Hallur Már Hallsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert