Skrímslið – stærsti hoppukastali í heimi

Skrímslið, stærsti hoppukastali í heimi, er nú risið við Perluna. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Perlunnar var minna Skrímsli við Perluna í fyrrasumar. Það sem nú er risið er enn stærra eða heilir 2.000 fermetrar að stærð. 

Nýja Skrímslið hefur að geyma risastóra eldfjallarennibraut, þrautabraut og barnaland. Vegna kórónuveirufaraldursins verður aðgangur takmarkaður til að byrja með við gesti á grunnskólaaldri, það er 15 ára og yngri.

Seldir verða að hámarki 50 miðar á klukkustund. Reglur verða aðlagaðar þegar fjöldatakmörkunum verður breytt. Tekið er fram að sé ekki hægt að hafa opið vegna veðurs, t.d. í mikilli rigningu eða vindi, þurfi að færa miðann yfir á annan dag. Aðgangur að sýningunni Undur íslenskrar náttúru í Perlunni er innifalinn og gildir sama dag og Skrímslið er heimsótt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »