Áfram rætt um yfirflugsheimild yfir Rússland

Guðlaugur Þór utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Árni Sigfússon formaður starfshópsins.
Guðlaugur Þór utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Árni Sigfússon formaður starfshópsins. mbl.is/Árni Sæberg

Starfshópur um efnahagstækifæri á norðurslóðum hefur afhent utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra skýrsluna Norðurljós. Skýrslan hefur að geyma tillögur að því hvernig Ísland skuli haga ráðum sínum í efla efnahagslega hagsmuni sína á norðurslóðum til framtíðar. 

Meðal leiðarljósa, eða tillagna, eru að nýr loftferðasamningur verði gerður á milli Grænlands og Íslands, uppfærður á milli Íslands og Kína og að hugað verði að slíkum samning við Japan. 

Þá er lagt til að viðræðum verði haldið áfram um yfirflugsheimildir fyrir Rússland.

Í skýrslunni er að finna 57 tillögur, eða leiðarljós, í tíu köflum og er hún heildstæð greining á efnahagsuppgang sem fyrirséð er að verði á norðurslóðum og mat á þeim grundvelli hvernig best verði staðið að vörslu og eflingu íslenskra hagsmuna á svæðinu.

Skýrslan Norðurljós, um efnahagstækifæri á norðurslóðum.
Skýrslan Norðurljós, um efnahagstækifæri á norðurslóðum. mbl.is/Árni Sæberg

Þá er einnig fjallað um fríverslunarsamninga og aðra viðskiptasamninga í tengslum við norðurslóðasvæðið. Lagt er til að leitast verði við fríverslunarsamning á milli Íslands og Grænlands, unnið að viðskiptasamningi við Bandaríkin, leitað leiða til að uppfæra fríverslunarsamning EFTA við Kanada og fríverslunarviðræður við Tollabandalag Evrasíuríkja, sem Rússland á m.a. aðild að, verði hafnar um leið og forsendur gera það mögulegt.

Áhugi sífellt að aukast

Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, í tilkynningu að áhugi umheimsins á norðurslóðum sé sífellt að aukast og ljóst sé að miklar breytingar muni eiga sér stað á svæðinu á næstu árum og áratugum. Mikilvægt sé að huga að því hvernig best megi búa í haginn svo að Ísland geti nýtt þau tækifæri sem muni felast á svæðinu í framtíðinni.

Hann segir Íslands í algjörri lykilstöðu í norðurslóðamálum og mikilvægt að huga að því hvernig við getum nýtt sérstöðu okkar og styrkleika sem best. 

Starfshópinn sem skilaði skýrslunni skipuðu Árni Sigfússon sem jafnframvar formaður starfshópsins, auk hans Ísak Einar Rúnarsson og Sigþrúður Ármann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert