Umboðsmaður slær á putta HER

Lóð fyrirtækisins við Héðinsgötu er gjörbreytt frá því sem áður …
Lóð fyrirtækisins við Héðinsgötu er gjörbreytt frá því sem áður var. mbl.is/Kristinn Magnússon

Megn óánægja íbúa í Laugarneshverfi með starfsemi Vöku og tregðu yfirvalda til að taka á málefnum fyrirtækisins rataði inn á borð umboðsmanns Aþingis á dögunum.

Einn nágranna fyrirtækisins, Ásdís Guðrún Þorsteinsdóttir, kvartaði til umboðsmanns yfir stjórnsýsluháttum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER).

Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um málefni Vöku en starfsemi fyrirtækisins var flutt að Héðinsgötu í byrjun árs 2020. Nágrannar kvörtuðu undan hávaða og mengun frá fyrirtækinu auk þess sem gerðar voru athugasemdir við að gámum var komið fyrir við lóðamörk að Sæbraut í leyfisleysi svo fátt eitt sé nefnt. Aðalumkvörtunarefnið var þó að fyrirtækið var ekki með starfsleyfi fyrsta árið á nýjum stað.

Ásdís kærði til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þá ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins að leyfa Vöku að starfa án starfsleyfis en HER bar fyrir sig „stjórnsýsluvenju“ varðandi þá ákvörðun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert