Gera undirgöng fyrir gangandi og hjólandi undir Litluhlíð

Nú standa yfir framkvæmdir við Litluhlíð í Hlíðahverfinu í Reykjavík en gatan verður lokuð fram í nóvember. Um er að ræða framhald á lagningu göngu- og hjólastígs sem kominn er meðfram Bústaðavegi.

Gera á undirgöng fyrir gangandi og hjólandi undir Litluhlíð ásamt tengingu stíga við Eskitorg og Bústaðaveg.

Þá verður önnur akbraut Litluhlíðar þrengd svo undirgöngin verði sem styst. Þar að auki á að bæta umferðaröryggi gönguleiðar yfir Bústaðaveg með því að stýra umferð sem tekur hægribeygju inn í Litluhlíð með umferðarljósum, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert