Keldnaland fari ekki undir borgarlínu

Fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytisins hafa tekið upp málefni Keldna við fjármála- og efnahagsráðuneytið vegna hugmynda um að nýta land tilraunastöðvarinnar undir borgarlínu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að henni hugnist ekki þessar hugmyndir.

Heimild hefur verið á fjárlögum í tvo áratugi til að selja land Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum og í samkomulagi ríkis og sveitarfélags var rætt um að leggja jörðina inn í félag um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hefur þetta orðið til þess að starfsemin á Keldum er í gíslingu. Erfitt er að fá heimildir til að byggja þar upp og endurnýja. Nú síðast kom fram í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar við fyrirspurn um leyfi til að byggja við fiskahús á Keldum að starfsemin væri víkjandi og rífa þyrfti bygginguna þegar borgin krefðist.

Lilja segir að sér hugnist ekki hugmyndir um að nýta landið fyrir borgarlínu „enda er starfsemin á Keldum stórmerkileg og mikilvæg. Þar er unnið mikið starf sem ekki fer fram annars staðar á landinu og saga svæðisins er merkileg fyrir margra hluta sakir. Keldur eru hluti af Háskóla Íslands, vísindasamfélaginu, og staðsetningin hentar starfseminni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert