Metsala hjá ÁTVR

mbl.is/Kristinn Magnússon

Heildarvelta ÁTVR í fyrra fór yfir 50 milljarða og hefur aldrei, í tæplega hundrað ára sögu ÁTVR, verið svo mikil. Þetta kemur fram í nýbirtri árs- og samfélagsskýrslu ÁTVR fyrir seinasta ár.

Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR segir í formála að afkoman hafi verið langt umfram áætlun, reksturinn óvenjulegur vegna veirufaraldursins, veltuhraðinn verið fáheyrður og mikið álag á starfsfólki. Með ólíkindum sé að þetta hafi gengið upp.

Lítrarnir sem fóru í gegnum dreifingarmiðstöð ÁTVR fóru yfir 26 milljónir í fyrra og jókst magnið á árinu um rúmar fjórar milljónir lítra. Þá var öllum lagernum í Vínbúðunum velt að jafnaði tvisvar í mánuði.

Áfengi var selt fyrir 38,4 milljarða á seinasta ári og jókst áfengissalan um 18,29% á árinu. Þá fékkst um 12,5 milljarður af sölu tóbaks, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »