Blinken og Guðlaugur Þór á fundi

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni …
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, situr nú á fundi með  Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í Hörpu en eftir hádegi mun Blinken funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hún hyggst nota tækifærið og hvetja hann og utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, til þess að beita sér á alþjóðlegum vettvangi til að ná friðsamlegri lausn í átökum Ísraelsmanna og Palestínumanna.

Mótmælt við Hörpu í morgun.
Mótmælt við Hörpu í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að þeim fundi loknum á Blinken fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.

Fyrir utan Hörpu hefur hópur mótmælenda komið saman og er þar ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs mótmælt. 

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og …
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Blinken kom til landsins í gærkvöldi með beinu flugi frá Danmörku. Hann mun funda með Norðurskautsráðinu í Hörpu á fimmtudag.

Á dagskrá ráðherrans eru málefni norðurslóða sem og tvíhliða málefni vestnorrænu landanna þriggja, Íslands, Færeyja og Grænlands.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is