Vikulegur útflutningur á gúrkum

Frændur okkar í Færeyjum og Grænlandi fá íslenskar gúrkurnýrri og …
Frændur okkar í Færeyjum og Grænlandi fá íslenskar gúrkurnýrri og betri en þær sem fluttar eru frá Danmörku. mbl.is/Brynjar Gauti

Nokkuð stöðugur útflutningur er á íslenskum gúrkum og öðru grænmeti til Grænlands og Færeyja. Í sömu sendingum fara ýmis önnur matvæli til Grænlands, meðal annars mjólkurvörur og bananar, sem vitaskuld eru ekki íslenskir, og meira að segja alíslenskur harðfiskur.

Matvælaframleiðslu- og dreifingarfyrirtækið Pure Arctic sem Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) á aðild að með öðrum hóf að flytja út íslenskar gúrkur fyrir tveimur árum. Sjónum var einkum beint að Danmörku þar sem gúrkurnar voru kynntar sem hágæðaafurð í vefverslun. Einnig voru gúrkur seldar til Færeyja og Grænlands. Fleiri vörur voru undir, meðal annars íslenskt lambakjöt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nú fer mest út af íslenskum gúrkum og er áherslan á Færeyjar og Grænland. Möguleikarnir í Danmörku eru aðallega í nóvember til janúar. „Þetta er orðið nokkuð stöðugt. Við flytjum út gúrkur til Færeyja og Grænlands í hverri viku. Magnið sveiflast nokkuð en er að meðaltali yfir tvö tonn á viku,“ segir Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs SFG. Þrjár garðyrkjustöðvar framleiða og pakka gúrkunum. Guðni segir að nóg sé til en eins og fram hefur komið hefur verið mikil uppbygging í garðyrkjunni að undanförnu.

Vörurnar fara með flutningaskipum Eimskips og grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line en félögin hafa samvinnu um siglingar til Grænlands. Gúrkurnar og aðrar vörur sem Pure Arctic flytur út fara í verslanir Brugsen sem er með verslanir í flestum stærstu byggðum Grænlands. Vörurnar til Færeyja fara með skipi Smyril Line, Mistral, og sér heildverslun um dreifinguna þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »