Funduðu í nærri tvo tíma

Ráðherrarnir komu í fyrsta sinn saman til fundar í kvöld.
Ráðherrarnir komu í fyrsta sinn saman til fundar í kvöld. AFP

Fundur utanríkisráðherra Rússlands og Bandaríkjanna, þeirra Sergeis Lavrovs og Antonys Blinkens, varð töluvert lengri en gert hafði verið ráð fyrir.

Fundurinn hófst klukkan 21.15 og honum lauk laust fyrir klukkan 23.

Gert hafði verið ráð fyrir því að fundurinn myndi standa yfir í um hálftíma. sem þykir eðlilegur tími þegar tvíhliða fundir á borð við þennan eru annars vegar.

Blinken var fyrri til að yfirgefa Hörpu, en það gerði hann upp úr klukkan 23, án þess að gefa færi á viðtali.

Skömmu á eftir honum fylgdi Lavrov, sem gaf sig á tal við rússneska fréttamiðla áður en hann hélt út í nóttina. 

Sergei Lavrov við fundarborðið ásamt föruneyti sínu.
Sergei Lavrov við fundarborðið ásamt föruneyti sínu. AFP
Antony Blinken og ráðgjafar hans sátu andspænis Rússum.
Antony Blinken og ráðgjafar hans sátu andspænis Rússum. AFP
Aðstoðarlið ráðherranna bíður átekta fyrir utan fundarherbergið.
Aðstoðarlið ráðherranna bíður átekta fyrir utan fundarherbergið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert