Kistufelli við Brautarholt breytt í íbúðir

Brautarholt 16. Verslunin Kistufell hefur verið á jarðhæðinni. Áformað erað …
Brautarholt 16. Verslunin Kistufell hefur verið á jarðhæðinni. Áformað erað byggja tvær hæðir ofan á húsið og innrétta íbúðir á efri hæðum þess. mbl.is/sisi

Það hefur færst í vöxt á undanförnum árum að breyta iðnaðar- og verslunahúsnæði í grónum hverfum í íbúðir. Þetta hefur m.a. verið gert í húsum fyrir ofan Hlemm.

Allnokkrum húsum við Brautarholt hefur verið breytt í íbúðir. Og nú stendur fyrir dyrum að byggja ofan á húsið Brautarholt 16, þar sem varahlutaverslunin Kistufell hefur verið til húsa. Kistufell er rótgróin verslun, stofnuð árið 1952.

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur tók nýlega til afgreiðslu fyrirspurn um hvort leyft yrði að hækka húsið á lóð nr. 16 við Brautarholt um tvær hæðir, innrétta sem íbúðir, koma fyrir svölum, stækka glugga og byggja stiga- og lyftuhús og hjóla- og vagnageymslur. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa.

Þessi fyrirspurn var lögð fram í kjölfar þess að skipulagsyfirvöld samþykktu að breyta húsinu við hliðina, Brautarholti 18-20 (gamla Þórskaffi), úr atvinnuhúsnæði í íbúðir. Alls verða innréttaðar 64 íbúðir á 2.-5. hæð í húsunum tveimur. Þær framkvæmdir eru nú í fullum gangi. Sömuleiðis er verið að innrétta 16 íbúðir neðar í götunni, í Brautarholti 4a.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert