Fluglestin á biðstöð en áformin enn uppi

Fluglestin er í biðstöðu.
Fluglestin er í biðstöðu.

Áform um að tengja Keflavíkurflugvöll með hraðlest við miðborg Reykjavíkur eru komin í biðstöðu. Aðalfundur Fluglestarinnar ehf. var haldinn síðastliðinn þriðjudag en engar ákvarðanir hafa verið teknar um framhald verkefnisins að sögn Runólfs Ágústssonar verkefnastjóra.

„Menn eru að velta fyrir sér framhaldinu. Við trúum því að tíminn vinni með þessu verkefni en hvenær rétti tíminn kemur er annað mál,“ segir hann.

Að sögn Runólfs hefur hugmyndin síður en svo verið slegin út af borðinu. Menn séu meðal annars að velta fyrir sér tengingum fluglestarinnar og borgarlínunnar og ýmsum atriðum sem skoða þarf í því sambandi. Auk þess hafi ferðaþjónustan verið í lágmarki að undanförnu vegna veirufaraldursins. „Menn vilja líka sjá hver þróunin þar verður og taka síðan málið áfram þegar þessir lykilþættir liggja betur fyrir,“ segir hann. omfr@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert