Gosmengun býr til blóðrauða sól

Blóðrauð sólin hefur víða vakið athygli.
Blóðrauð sólin hefur víða vakið athygli. Ljósmynd/Jón Kristinn Jónsson

Ástæðan fyrir blóðrauðri sól á suðvesturhorni landsins er líklega brennisteinsmengun frá eldgosinu í Geldingadölum. Þetta óvenjulega sjónarspil hefur víða vakið athygli.

Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir líklegustu skýringuna að einhvers konar brennisteinssamband sé í loftinu.

„Það hefur verið hægur vindur og þetta hefur safnast saman fyrir ofan okkur. Við höfum séð þetta áður í gosinu þegar það eru svona stillur. Að öllum líkindum er þetta mengun frá gosinu,“ segir Haraldur.

Ljósmynd/Jón Kristinn Jónsson

Spurður út í veðurspána næstu daga segir Haraldur norðanátt vera á leiðinni sem vonandi hreinsi mengunina í burtu, þó svo að vindurinn verði ekki hvass.

Hann bætir við að þótt mörgum þyki þetta fallegt sjónarspil sé þetta mengun sem geti verið skaðleg ef hún er í of miklu magni. Sem betur fer hafi þau gildi þó ekki mælst mjög há til þessa.

Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar í kvöld á síma á Reykjanesbraut við Voga á Vatnsleysuströnd. 

Ljósmynd/Jón Kristinn Jónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert