Mætti til fundar með regnbogalitina

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Íslands.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Íslands. Skjáskot frá útsendingu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Íslands, bar grímu fyrir vitum sínum á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins í dag. Gríman var skreytt regnbogalitunum, litum hinsegin fólks.

Meðal viðstaddra var Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Fundurinn fór fram í morgun í Hörpu.

Guðmundur er samkynhneigður og hefur talað fyrir réttindum samkynhneigðra. Rússnesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir framkomu sína við samkynhneigða og hinsegin fólk.

Samtökin '78 efndu til mótmæla fyrir utan Hörpu í dag vegna veru Lavrovs á landinu og aðför stjórnvalda að hinsegin fólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina