Heimilisofbeldi aukist í faraldrinum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist tæplega fjórðungi fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi það sem af er þessu ári en sama tímabil síðustu þrjú ár á undan. Tilkynningum fækkaði þó í mars frá mánuðunum á undan.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hegningarlagabrotum fjölgaði í mánuðinum og voru 777, mest varð aukningin í flokki innbrota og þjófnaða, þar er aukningin sérstaklega mikil í Breiðholti og Kópavogi.

Tilkynntum ofbeldisbrotum fækkaði töluvert milli mánaða en 94 brot voru tilkynnt samanborið við 124 í mars. Það sem af er ári hafa borist álíka margar tilkynningar um ofbeldisbrot og síðastliðin þrjú ár.

mbl.is