Hjólreiðastígar fyrir 1,5 milljarð

Hjólastíganetið í Reykjavík þéttist með ári hverju og er í …
Hjólastíganetið í Reykjavík þéttist með ári hverju og er í samræmi við þá stefnu borgarinnar að efla vistvænan ferðamáta. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

 stendur til  Reykjavíkurborg leggji nýja göngu- og hjólastíga víða um borgina á næstu misserum, samkvæmt hjólreiðaáætlun og samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. 

Áætlaður heildarkostnaður við stígagerðina er 1,5 milljarður króna en meðal annars er um  ræða sérstaka stíga fyrir hjólreiðar sem aðgreindir eru frá umferð gangandi og akandi. Framkvæmdir verða í ár en munu teygja sig yfir árið 2022. Við malbikun stíganna er svo notast við endurunnið malbik í samræmi við umhverfisstefnu borgarinnar, að því er segir í tilkynningu. 

Reykjavíkurborg setur árlega 500 milljónir í hjólastíga en í ár hefur þetta fjármagn verið aukið vegna „Græna plansins“, viðspyrnuáætlunar Reykjavíkurborgar vegna Covid-19 og einnig vegna samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. 

Verkefni hjólreiðaáætlunarinnar eru meðal annars: 

  • Snorrabraut– HverfisgataSæbraut gatnamót við Borgartún 
  • Borgartún– Snorrabraut  Katrínartúni 
  • Sörlaskjól– Faxaskjól 
  • Háaleitisbraut– Bústaðavegur  Fossvogsstíg 
  • Álmgerði– Hæðargarður lokafrágangur 
  • Elliðaárdalur– Rafveituheimili  Bíldshöfða 
  • Þverársel– Stígur fyrir ofan ÍR 

Aðrir stígar eru: 

  • Kjalarnesvið - Hringveg 1 fyrsti áfangi. 
  • Elliðaárdalur - stígur í stað hitaveitustokks 
  • Svarthöfði tenging við Stórhöfða 
  • Gufunes- tenging við Borgarveg 
  • Gufunes- lokakafli strandstígs fyrir höfðann í Grafarvogi 
  • Rauðavatnsstígur -lokakafli 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert