Nota MAX-vél í innanlandsflug

Boeing 737 MAX á Reykjavíkurflugvelli. Flugvél af þessari gerð mun …
Boeing 737 MAX á Reykjavíkurflugvelli. Flugvél af þessari gerð mun lenda á Akureyri síðdegis í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Boeing 737 MAX-flugvél frá Icelandair mun lenda á Akureyrarflugvelli síðdegis í dag, en þetta er í fyrsta sinn sem vél af slíkri gerð er nýtt til innanlandsflugs. Ástæða þess er að smærri Q400-vél félagsins, sem er vanalega notuð í slík flug, ílengdist í viðhaldi.

Ákvað Icelandair því að sameina tvö flug til Akureyrar, en MAX-vélarnar taka 160 farþega miðað við þá 76 sem rúmast innan Q400-vélar.

„Þarna koma kostir samþættingar félaganna vel í ljós – það er ánægjulegt hvað aukinn sveigjanleiki gerir okkur kleift að bregðast við aðstæðum sem þessum,“ segir í tilkynningu frá Icelandair.

mbl.is