Hraun rennur yfir eystri varnargarðinn

Hraun var á föstudag farið að þrýsta að varnargarðinum.
Hraun var á föstudag farið að þrýsta að varnargarðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hraun er farið að renna yfir eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Varnargarðinum var komið upp til þess að hamla hraunstraumi í Nátthaga. 

Á vefmyndavél RÚV, sem horfir til norðurs yfir eldgosið frá Langahrygg, má sjá hvar hraun hefur farið yfir garðinn. 

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í samtali við mbl.is á föstudag að tilraunir á varnargörðum séu mikilvægar. Þrátt fyrir það taldi hann þá ekki líklega til að skila miklum árangri ef engin breyting yrði á gosinu. 

„Ef gosið held­ur áfram í ein­hvern tíma eða ein­hverj­ar vik­ur skipta garðarn­ir engu máli,“ sagði Magnús. 

Í tilkynningu almannavarnadeildar frá því á föstudag segir að með framkvæmdinni hafi því verið seinkað að hraun renni í Nátthaga og nái þannig seinna að ljósleiðara sem þar liggur og að Suðurstrandavegi. Í gær stóð til að ljúka við gerð vestari varnargarðsins og unnið var að því að hækka eystri garðinn upp í átta metra, en það var háð því að hraunrennsli hefði náð jafnvægi og yfirborð storknað. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert