Ekkert smit fjórða daginn í röð

Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær og var það fjórði dagurinn í röð sem svo er.

Ekki greindist heldur smit við landamærin. Nýgengi veirunnar er nú með lægsta móti eða 8,2 innanlands.

Slakað verður á samkomutakmörkunum á miðnætti og mega þá 150 manns koma saman, en svo margir hafa ekki mátt koma saman frá því síðasta sumar. Samtímis verður grímuskylda afnumin í verslunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina