Áreitnin jókst eftir #metoo

„Það sem var eiginlega skrýtnast; eftir fyrstu metoo-bylgjuna lenti ég rosa mikið í áreitni af því að körlunum fannst svo fyndið að gera þetta,“ segir Margrét Erla Maack, giggari og fjöllistagyðja, í menningunni í Dagmálum. 

Margrét ræðir við Karítas Ríkharðsdóttur um gigghagkerfið eða skemmtanabransann, stöðu í og eftir heimsfaraldur Covid-19 og kynferðislega áreitni gagnvart gigg-listafólki og öryggi þess. 

„Á tímabili var ákveðin fyrirtækjagerð sem ég giggaði ekki fyrir því ég vissi að það myndi verða erfitt,“ segir Margrét Erla.

Hún segir aðstæður þar sem kynferðislegri áreitni var beitt hafa einkennst af kynslóðaskiptum í fyrirtækjum, þar sem ungar sterkar konur hafi komið inn í stjórnendastöður fyrirtækja „og það hrikti í stoðum feðraveldisins“. Þá hafi karlmenn beitt áreitni til að marka sér stöðu og gera lítið úr konum. 

Hér að ofan má sjá brot úr viðtal­inu en Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­unblaðsins hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert