Atkvæðagreiðslur um sameiningu

Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi. mgl.is/Jón Sigurðsson

Greidd verða atkvæði um tillögur að sameiningu sveitarfélaga á tveimur svæðum annan laugardag, 5. júní.

Kosið verður um sameiningu Blönduósbæjar, Sveitarfélagsins Skagastrandar, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar í Austur-Húnavatnssýslu og Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps í Suður-Þingeyjarsýslu.

Verði sameining samþykkt renna sveitarfélögin saman í júní á næsta ári. Kosið verður til nýrra sveitarstjórna við almennar sveitarstjórnarkosningar í lok maí 2022, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Unnið er að kynningu á áhrifum sameiningar á báðum stöðum. Það er gert með fundum og útgáfu upplýsingabæklinga. Þá stendur utankjörfundaratkvæðagreiðsla yfir á báðum svæðum.

Möguleg sameining í Austur-Húnavatnssýslu.
Möguleg sameining í Austur-Húnavatnssýslu. mbl.is/Elín Esther
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert