Næst eru það grunnbúðir

Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu tindi …
Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu tindi Everest-fjalls á sunnudagskvöldið. Facebook-síða Umhyggju

Góðgerðarsamtökin Umhyggja hafa heyrt í tvímenningunum, sem toppuðu Everest á sunnudagskvöldið, í morgun og eru þeir staddir í búðum 2.

„Þeir eru í skjóli í Camp 2 og næsta skref er að komast í grunnbúðir. Þeir eiga sama og ekkert batterí eftir og við heyrum því næst frá þeim þegar þeir komast í rafmagn. Við hugsum áfram stíft til þessara hetja,“ segir í færslunni. 

Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu tindi Everest-fjalls um klukkan 22:30 á sunnudagskvöldið að íslenskum tíma. Fjallið klifu þeir í nafni Umhyggu – félags langveikra barna. Ferðin gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Sigurður meiddist á hné í maíbyrjun og þurfti að dvelja í viku í Katmandú. Hann sneri aftur 15. maí í grunnbúðir fjallsins og ferðin á tindinn hófst nokkrum dögum seinna. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert