Rannsaka IPTV streymisþjónustu

Ljósmynd/Wikipedia.org/Colin

Lögreglan rannsakar nú mál varðandi dreifingu á höfundavörðu efni í gegnum IPTV streymisþjónustu. Samkvæmt heimildum mbl.is er um að ræða fyrirtækið Ljósvit. 

Samkvæmt upplýsingum frá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar er málið á lokametrunum í rannsókn og verður að öllum líkindum sent til ákærusviðs á næstu dögum.

Við rannsók málsins var gerð húsleit auk þess sem gögnum var aflað erlendis frá.

Þónokkrar IPTV streymisveitur eru taldar starfandi hér á landi. Árið 2019 var til að mynda sett lögbann á efnisveituna IPTV Iceland eftir að Sýn höfðaði mál gegn fyrirtækinu.

IPTV Iceland hafði þá með ólöglegum hætti selt almenningi aðgang að verulegum fjölda erlendra sjónvarpsrása auk mikils magns kvikmynda- og íþróttaefnis sem Sýn hafði sýningarrétt á hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert