Segist hafa verið einn að verki

Frá héraðsdómi í morgun. Einn sakborningur mætti í dómsal.
Frá héraðsdómi í morgun. Einn sakborningur mætti í dómsal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingfesting í Rauðagerðismálinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fjórir einstaklingar eru ákærðir fyr­ir að hafa svipt Arm­ando Beqirai lífi laug­ar­dag­inn 13. fe­brú­ar 2021.

Ákærðu eru þrír karl­menn á fer­tugs- og fimmtu­dags­aldri og ein kona á þrítugs­aldri.

Fyrir liggur játning í málinu frá Angjelin Sterkaj, fyrir að hafa skotið Armando Beqirai. Hann játaði sök við þingfestingu en sagðist hafa verið einn að verki.

Einn ákærður karlmaður var mættur í dómsal við þingfestingu, hann neitaði sök í málinu, með aðstoð túlks á fjarfundi. 

Hinir tveir karlmennirnir voru á fjarfundi frá fangelsinu á Hólmsheiði. Angjelin og annar maður, sem neitaði sök í málinu. 

Konan sem ákærð er mætti ekki fyrir héraðsdóm, en lagt var fram bréf af hennar hálfu þar sem hún neitar sök í málinu.  

Kolbrún Benediktsdóttir í dómsal í morgun.
Kolbrún Benediktsdóttir í dómsal í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í ákærunni segir að karl­maður á fer­tugs­aldri hafi sýnt konu á þrítugs­aldri tvær bif­reiðar sem til­heyrðu Arm­ando og var lagt í porti við Rauðar­ár­stíg og gefið henni fyr­ir­mæli um að fylgj­ast með þeim og jafn­framt senda skila­boð í gegn­um sam­skipta­for­ritið Messenger til meðákærða þegar hreyf­ing yrði á bif­reiðunum. Kon­an mun hafa orðið við þeirri beiðni.

Tveir aðrir karl­menn eru ákærðir. Seg­ir í ákæru að tveir menn hafi elt bif­reið Arm­ando að heim­ili hans við Rauðagerði. Ann­ar maður­inn, Angj­el­in Sterkaj, fór út úr bíln­um, faldi sig við bíl­skúr við hús Arm­ando og þegar Arm­ando kom út úr bíl­skúrn­um skaut Angj­el­in hann níu sinn­um í lík­ama og höfuð með þeim af­leiðing­um að hann lést. Þá var hann sótt­ur aft­ur og menn­irn­ir tveir keyrðu í Varma­hlíð í Skagaf­irði með viðkomu í Kollaf­irði þar sem þeir losuðu sig við skamm­byss­una með því að henda henni í sjó­inn.

Nokkrir tæknilegir örðugleikar komu upp við fjarfundi í héraði, var sem fyrr segir túlkur á fjarfundi en hann var í sóttkví, sem og tveir ákærðu á fjarfundi frá Hólmsheiði. 

mbl.is