Íslensk kona áminnt fyrir ummæli um Ísrael

Konan var áminnt af Airbnb.
Konan var áminnt af Airbnb. AFP

Íslensk kona hefur ratað í fjölmiðla í Ísrael fyrir ummæli sem hún viðhafði við ísraelskan ferðamann vegna Airbnb-bókunar.

Konan samþykkti bókunarósk mannsins en sendi honum eftirfarandi skilaboð: „Nú hefur mikið verið fjallað um Ísrael í fjölmiðlum og grimmd þeirra gagnvart börnum. Hvað segir þú um þetta? Heldur þú að allar dyr Íslands standi þér opnar?“

Bókandinn sendi í kjölfarið kvörtun vegna mismununar á Airbnb, sem áminnti konuna.

Krefst þess að gestgjafinn og eignin verði fjarlægð

Ferðamaðurinn hefur síðan þá afbókað eignina og vakið athygli á málinu á samfélagsmiðlum. Honum þykir svar Airbnb óásættanlegt og krefst þess að leigjandinn og eignin verði fjarlægð af vef Airbnb.

Dagblaðið Jerusalem Post fjallað um málið þar sem íslenska konan er sögð hafa sparkað ferðamanninum út vegna tengsla hans við Ísrael. Þetta er sagt hluti af fjölgun árása á ísraelska ríkisborgara víðs vegar um heim. 

mbl.is