Jóhannes ræðir málefni Samherja við Þórhildi

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari. Mynd/Skjáskot úr Kastljósi

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu, mun á morgun mæta í spjall til Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata í útsendingu á vegum flokksins. Í tilkynningu frá þingflokki Pírata kemur fram að Jóhannes muni þar sitja fyrir svörum áhorfenda sem munu geta sent inn spurningar.

Jóhannes er fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu og lak gögnum um starfsemi fyrirtækisins þar í landi. Eftir umfjöllunina hófst meðal annars rannsókn yfirvalda í Namibíu og hér heima á meintum mútugreiðslum félagsins vegna úthlutunar á kvóta í Namibíu.

Í tilkynningunni segir að Jóhannes muni meðal annars ræða fyrirtækið, framgöngu þess og aðför gegn fjölmiðlum o.fl.

mbl.is

Bloggað um fréttina