Mikið svifryk í Reykjavík vegna sandfoks

Klukkan 12 í dag mældist klukkutímagildi svifryks 138 míkrógrömm á rúmmetra á mælistöð Umhverfisstofnunar við Grensásveg. Reykjavíkuborg segir að upptökin séu sambland af mold og sandryki frá Mýrdalssandi. Brennisteinsdíoxíð í lofti hefur því ekki aukist samhliða svifryksmynduninni.

Mælingar sýndu einnig há gildi annars staðar í borginni, meðal annars við Vesturbæjarlaug. Þar mældust um 162,4 míkrógrömm á rúmmetra í mæli Reykjavíkurborgar. Sólarhringsverndarmörk svifryks eru 50 míkrógrömm.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sendi tilkynningu um þetta en þar er fylgst náið með loftgæðum borgarinnar. Búist er við svipuðu veðri næstu daga svo fólk er hvatt til að fylgjast með á vefnum Loftgæði.is. Þeir sem eru viðkvæmir í öndunarfærum ættu að halda sig heima ef þeir finna fyrir óþægindum úti.

Svifryk þyrlast upp af Hringbraut í Reykjavík.
Svifryk þyrlast upp af Hringbraut í Reykjavík. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert