„Ég horfi á þetta sem áfangasigur“

Ingólfur Örn Friðriksson vill skipta millinafninu sínu Örn út fyrir …
Ingólfur Örn Friðriksson vill skipta millinafninu sínu Örn út fyrir Lúsífer. Mynd: úr einkasafni

„Ég horfi á þetta sem áfangasigur,“ segir Ingólfur Örn Friðriksson en eins og kom fram í frétt mbl.is í gær hefur Héraðsdómur Reykjavíkur ógilt úrskurð mannanafnanefndar sem hafði hafnað því að Ingólfur fengi nafnið Lúsífer skráð sem millinafn.

Var niðurstaða nefndarinnar byggð á þeim forsendum nafnið eitt af nöfnum djöfulsins og þar meðljóst það geti orðið nafnbera til ama.“

Ingólfur segir jákvætt hvernig héraðsdómur hefur tekið á málinu. „Að ekki hægt nota trúarlegar ástæður til þess hafna nafni, það er náttúrulega sigur út af fyrir sig.“ Þá segir hann einnig í raun ætti þetta ekki að vera sigur og það ætti vera augljóst ekki sé í lagi nota trúarlegar ástæður til þess hafna nafni.

„Þetta er aðeins áfangasigur, þar sem ég fékk ekki allt sem ég vildi,“ segir Ingólfur. „Það vonandi kemur bara.” 

Þá segir hann næstu skref að sækja aftur um hjá mannanafnanefnd og láta dóminn fylgja með, þá með sömu rökum og hann lagði fram seinast. „Ég hugsa ég fari bara í það fljótlega sækja aftur um, jafnvel bara í þessari viku eða næstu.“

Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti úrskurð mannanafnanefndar.
Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti úrskurð mannanafnanefndar. mbl.is/Þór
mbl.is