Skurðaðgerðum frestað á LSH

Nokkuð hefur verið um frestanir skurðaðgerða sökum mönnunarvanda.
Nokkuð hefur verið um frestanir skurðaðgerða sökum mönnunarvanda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þurft hefur að fresta skurðaðgerðum á Landspítalanum vegna manneklu sem má meðal annars rekja til styttingar vinnuvikunnar.

Aðgerðum til leiðréttingar á holbrjósti hefur helst verið frestað en slíkar ráðstafanir hafa þá stafað af undirmönnun og plássleysi á gjörgæsludeild.Hjartaskurðlækna hefur skort síðastliðið ár og þeim fækkað úr fjórum í tvo á Landspítalanum.

Þetta segja Karl Andersen, forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu Landspítalans, og Tómas Þór Kristjánsson, yfirlæknir hjarta- og skurðlækninga á Landspítalanum. Einni skurðstofu hefur að auki verið lokað vegna mönnunarvanda.

„Það hefur verið ákveðin frestun á vissum aðgerðum sem tengist þessu en það er allt á réttri leið núna,“ segir Tómas Þór. Faraldurinn hafi leikið þar hlutverk, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert