Fjölbreytt PCR-vottorð tefja afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli

Óteljandi margar útgáfur PCR-vottorða frá Evrópu töfðu afgreiðslu á Kefavíkurflugvelli …
Óteljandi margar útgáfur PCR-vottorða frá Evrópu töfðu afgreiðslu á Kefavíkurflugvelli í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta gekk þokkalega, en frekar hægt. Það er margt nýtt fólk í þjálfun á vegum Öryggismiðstöðvarinnar. Það eru verktakar sem eru að vinna fyrir heilsugæsluna og okkur.“

Þetta segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, um gang landamæraeftirlits á vellinum.

Von er á yfir 2.000 farþegum í gegnum Leifsstöð í dag og fjölgar þeim töluvert frá í gær þegar rúmlega 800 manns fóru í gegnum flugstöðina. Hann segir óteljandi margar útgáfur PCR-vottorða frá Evrópu tefja verulega fyrir, að því er fram kemur í umfjöllun um bólusetningar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert