40% leist vel á Borgarlínuna

Rúmur þriðjungur sagðist myndu nýta sér Borgarlínuna mán-aðarlega eða oftar …
Rúmur þriðjungur sagðist myndu nýta sér Borgarlínuna mán-aðarlega eða oftar en tæpur þriðjungur sagðist aldrei myndu nýta hana.- mbl.is/Sigurður Bogi

40% svarenda í nýrri könnun MMR leist mjög eða frekar vel á framkomnar hugmyndir um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. 34% leist mjög eða frekar illa á þær.

Rúmur helmingur svarenda taldi bætingar á stofnbrautakerfi borgarinnar líklegri til að draga úr umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin en bætingar á almenningssamgöngum með Borgarlínu.

Þriðjungur taldi Borgarlínu líklegri til að draga úr töfum. Þá sögðust tæp 60% andvíg lækkun hámarkshraða á borgargötum en fjórðungur hlynntur, að því er kemur fram í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »