Framboðslisti VG í Suðvesturkjördæmi samþykktur

Una Hildardóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Ólafur Þór Gunnarsson eru …
Una Hildardóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Ólafur Þór Gunnarsson eru í efstu sætum framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, leiðir lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, en listinn var samþykktur á fundi í Hátíðasal Flensborgarskóla í dag.

Una Hildardóttir, varaþingmaður og forseti LUF er í öðru sæti. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður er í þriðja sæti. Hann hlaut annað sætið í forvalinu en færist niður um eitt, í anda laga VG. Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, þjóðfræðinemi er í fjórða sæti, í fimmta er Þóra Elfa Björnsson, setjari og framhaldsskólakennari í Kópavogi og aldursforseti listans.

Fram kemur í tilkynningu frá VG, að á fundinum hafi Guðmundur Ingi sagst vera þakklátur fyrir að vera treyst fyrir því að leiða lista hreyfingarinnar. Byggt yrði á góðum verkum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og sterkum málefnagrunni Vinstri Grænna sem berjast fyrir réttlátara og jafnara samfélagi, grænum gildum, með kvenfrelsi- og friðarstefnu að leiðarljósi.

Listinn í heild: 

  1. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
  2. Una Hildardóttir, varaþingmaður og forseti LUF           
  3. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður        
  4. Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, þjóðfræðinemi       
  5. Þóra Elfa Björnsson, setjari og framhaldsskólakennari            
  6. Július Andri Þórðarson, stuðningsfulltrúi/háskólanemi           
  7. Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ
  8. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur            
  9. Fjölnir Sæmundsson, varaþingmaður og formaður Landsambands lögreglumanna
  10. Anna Þorsteinsdóttir, þjóðgarðsvörður         
  11. Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur 
  12. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, grunnskólakennari og fyrrv. bæjarstjóri í Hafnarfirði             
  13. Árni Matthíasson, netstjóri mbl.is, rithöfundur og stjórnarm í Kvennaathvarfinu         
  14. Birte Harksen, leikskólakennari, Íslensku Menntaverðlaunin 2021    
  15. Gunnar Kvaran, sellóleikari  
  16. Elva Dögg Ásu og Kristinsdóttir, lögfræðingur og myndlistarkona     
  17. Sigurbjörn Hjaltason, bóndi 
  18. Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi            
  19. Ingvar Arnarson, bæjarfulltrúi Garðabæ, B.Sc í íþróttafræði
  20. Anna Ólafsdóttir Björnsson, fyrrv. þingmaður kvennalista, tölvunar - og sagnfræðingur 
  21. Einar Ólafsson, íslenskufræðingur    
  22. Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir, deildarstjóri leikskóla          
  23. Gestur Svavarsson, upplýsingatækniráðgjafi        
  24. Aldís Aðalbjarnardóttir, kennari       
  25. Einar Bergmundur Þorgerðar og Bóasson, hugbúnaðarsérfræðingur
  26. Þuríður Backman, fyrrverandi alþingismaður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert