Lýðheilsustefna Reykjavíkur og fyrstu aðgerðir kynntar

„Heilsa og vellíðan er vegvísir í allri starfsemi Reykjavíkurborgar“ er …
„Heilsa og vellíðan er vegvísir í allri starfsemi Reykjavíkurborgar“ er eitt af markmiðum sem sett eru fram í drögum að nýrri lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun kynna drög að nýrri lýðheilsustefnu Reykjavíkur til ársins 2030 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 9. Auk þess verða kynnt nokkur þeirra verkefna borgarinnar sem styðja við lýðheilsustefnuna og framtíðarsýn græna plansins um heilsueflandi og öruggt samfélag. Streymi af fundinum er að finna neðar í fréttinni.

Fjöldi aðgerða verða kynntar út frá fyrstu aðgerðaáætlun stefnunnar sem nær yfir árið í ár og það næsta. Þar á meðal er að stuðla að heilsueflingu aldraðra, innleiðing matarstefnu borgarinnar, rannsókn á ójöfnuði í heilsu eftir hverfum, stefna og aðgerðaáætlun varðandi bætt loftgæði og umferðaröryggisáætlun og hámarkshraðaáætlun, en nýlega kynnti borgin að stefnt væri að því að lækka hámarkshraða víðast hvar í hverfum borgarinnar.

Meginmarkmið stefnunnar eru þrjú:

  1. Bætt heilsa og vellíðan á öllum æviskeiðum,
  2. Jöfnuður til heilsu og vellíðanar – enginn skilinn eftir 
  3. Heilsa og vellíðan er vegvísir í allri starfsemi Reykjavíkurborgar.
Bætt heilsa og vellíðan á öllum æviskeiðum er fyrsta markmiðið …
Bætt heilsa og vellíðan á öllum æviskeiðum er fyrsta markmiðið sem sett er fram í drögum að nýrri lýðheilsustefnu Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hægt verður að fylgjast með beinu streymi af fundinum í spilaranum hér að neðan, en dagskráin er eftirfarandi:

  • Erindi borgarstjóra um lýðheilsu í Reykjavík - Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
  • Heilsuborgin Reykjavík - Drög að lýðheilsustefnu Reykjavíkur til 2030 - Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis

Örframsögur

  • Betri svefn - Grunnstoð heilsu - Dr. Erla Björnsdóttir svefnsérfræðingur
  • Heilsueflandi skólar í heilsueflandi borg - Ólöf Kristín Sívertsen, verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði
  • Frístundir í Breiðholti – tilraunaverkefni um aukna þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi - Þráinn Hafsteinsson, verkefnisstjóri frístunda og félagsauðs í Breiðholti
  • Hverfisskipulag og lýðheilsa - Ævar Harðarson, deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur
  • Fundarstjóri og samantekt - Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert