Mataræði ábótavant

Orkudrykkir. 18-36 ára drekka 45millilítra á dag en 5 ml …
Orkudrykkir. 18-36 ára drekka 45millilítra á dag en 5 ml fyrir áratug. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrstu niðurstöður úr nýrri landskönnun á mataræði Íslendinga sýna að neysla landsmanna á grænmeti og ávöxtum stendur í stað frá síðustu landskönnun sem gerð var fyrir áratug.

Enn er neysla grænmetis- og ávaxta töluvert langt fyrir neðan ráðleggingar landlæknis um lágmarksneyslu fullorðinna og heilsusamlegt mataræði. Þá kemur í ljós samkvæmt þessum frumniðurstöðum að neysla orkudrykkja hefur margfaldast í yngsta aldurshópnum.

Ragnhildur Guðmannsdóttir kynnti nokkrar frumniðurstöður úr landskönnuninni á líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Íslands í gær. Könnunin er enn í gangi og er von á lokaniðurstöðum í haust.

Heildarkjötneysla landsmanna er samkvæmt fyrstu niðurstöðum að meðaltali um 120 grömm á dag en var 130 grömm á dag í könnuninni sem gerð var fyrir tíu árum. „Heildarkjötneysla hefur heldur minnkað en það er spurning hvort um marktækan mun er að ræða,“ sagði Ragnhildur. Fram kemur að neysla á rauðu kjöti er nú að meðaltali 84 grömm á dag samanborið við 100 grömm fyrir tíu árum.

Þegar kannað var hversu margir taka inn D-vítamín sem fæðubót kom í ljós að 62% taka reglulega inn lýsi, lýsisperlur eða D-vítamíntöflur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert