Niðurstaðan í bólusetningarlottóinu ljós

Dregið var í bólusetningarlottóinu í dag.
Dregið var í bólusetningarlottóinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmargir íbúar höfuðborgarsvæðisins fæddir frá árinu 1975 til 2005 hafa beðið í eftirvæntingu eftir drætti dagsins – bólusetningarlottóinu. 

Dregið var í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Mjódd en þessir hópar höfðu þegar verið dregnir út þegar dregið var áðan: Konur fæddar 1982, 1983 og 1996 og karlar fæddir 1978, 1987 og 1999. Ef munur á milli talna og mynda þá gilda myndirnar. 

Bólusetningarlottó – vika 23.
Bólusetningarlottó – vika 23. mbl.is/Karítas

Röðin er í næstu viku (7.-11. júní): konur fæddar 1984, 1978, 1998, 1986, 2000, 1981, 1980, 2004, 1988 karlar fæddir 1979, 1993, 1992, 1983, 1984, 2003, 1977, 1997, 1985.

Bólusetningarlottó – vika 24.
Bólusetningarlottó – vika 24. mbl.is/Karítas

Röðin fyrir vikuna þar á eftir (14.-18. júní): konur fæddar 1977, 2001, 2002, 1993, 1976, 1979, 1997, 2003, 1992 karlar fæddir 1976, 2000, 1988, 1986, 1994, 2002, 1981, 2001, 1996.

Bólusetningarlottó – vika 25.
Bólusetningarlottó – vika 25. mbl.is/Karítas

Röðin fyrir þriðju og síðustu vikuna - vikan 21. júní -25. júní: konur fæddar 2005, 1989, 1987, 1994, 1990, 1995, 1999, 1991, 1985, karlar fæddir 2005, 1982, 1991, 1989, 1980, 1998, 2004, 1995, 1990.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sér um að draga en hún sagði í samtali við RÚV í morgun að 20 þúsund skammtar komi í næstu viku og jafn mikið í vikunni þar á eftir. Þá ætti að fást nokkuð góð mynd af því hvenær hvaða árgangur fær bólusetningu. „Það eru um það bil tvö til þrjú þúsund manns í hverjum árgangi því það er náttúrlega búið að bólusetja slatta úr hverjum árgangi. Þá eru svona tíu árgangar sem við ættum að geta bólusett hverju sinni,“ sagði Ragnheiður í samtali við RÚV í morgun.

  • Þriðjudaginn 8. júní er Pfizer-bólusetning. Þá er seinni bólusetning og haldið áfram með handahófsaldurshópa. SMS-boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00 til 15.00
  • Miðvikudaginn 9. júní er AstraZeneca-bólusetning. Þá er eingöngu seinni bólusetning. SMS boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00 til 14:00. 
    Einnig mega þeir koma sem fengu AstraZeneca fyrir 4 vikum eða meira ef nauðsynlegt er að flýta seinni skammti. Virkni eykst með lengri tíma milli skammta.
  • Fimmtudaginn 10. júní er Janssen-bólusetning. Þá er haldið áfram með starfsmenn í skólum. SMS-boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00-14.00.

Bólusetning er í boði fyrir:

  • þá sem fá boð um að mæta þessa daga.
  • þá sem eru fæddir 1975 eða fyrr.
  • þá sem tilheyra árgangshópi sem búið er að draga út.
  • Þá sem hafa fengið boð sem þau hafa ekki nýtt sér.

Handahófsbólusetning árganga er hafin. Þau sem fá boð en komast ekki, geta mætt næst þegar bóluefnið er í boði. Enginn missir af sínu sæti í röðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert