Búi Steinn fyrstur í mark

Búi Steinn Kárason.
Búi Steinn Kárason. Ljósmynd Mummi Lú

Búi Steinn Kárason var fyrstur í mark í 161 km hlaupi Salomon Hengill Ultra Trail á tímanum 23:50:40.

Hlaupið var ræst klukkan 14:00 í gær og hefur framkvæmd gengið vel þrátt fyrir veður en þoka og rigning hafa þyngt verkefnið fyrir langhlauparana segir í tilkynningu. Mari Jaersk og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir leiða kvennaflokkinn. Fimmtán keppendur hófu hlaupið í gær en um það bil helmingur hefur hætt þátttöku. 

Salomon Hengill Ultra Trail er stærsta utanvegahlaup Íslands og enda um að ræða eina fallegustu hlaupaleið landsins. Rúmlega 1.300 keppendur eru skráðir sig til leiks í allar vegalengdir keppninnar um helgina en Hengill Ultra var fyrst hlaupið árið 2012. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert