Mikill skaði af atvinnuleysinu

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Það er ákveðin hætta á því að þetta tímabundna atvinnuleysi þróist yfir í langtímaatvinnuleysi. Ég hef töluverðar áhyggjur af því. Það gæti orðið mesti skaðinn af þessum faraldri,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

Í viðtali í Morgunblaðinu í dag lýsir Ásgeir áhyggjum af þenslu „Þó að það hafi verið markmið aðgerða Seðlabankans að hvetja kerfið áfram, þá eru ákveðnar áhyggjur af að þetta sé að fara hraðar af stað en gert var ráð fyrir, að við sjáum meiri þensluáhrif en við viljum. Ég hef líka áhyggjur af því að á vinnumarkaði séum við mögulega að sjá ósamræmi milli kunnáttu vinnuafls og þarfa atvinnulífsins. Að það vanti fólk með rétta menntun og reynslu miðað við fyrirliggjandi verkefni, að of margir finni ekki vinnu við hæfi. Sömuleiðis blasir við að unga fólkið hefur farið verst út úr kórónufaraldrinum í efnahagslegu tilliti og því getur reynst erfiðara að feta sig inn á vinnumarkað en áður.“

Í viðtalinu kveðst Ásgeir vera bjartsýnn á efnahagshorfurnar. „Ég held að Ísland muni áfram verða öflugt ferðaþjónustuland, þótt gullæðið sé líklega búið í þeirri grein. Á sama tíma verðum við að reyna að skjóta fleiri stoðum undir hagkerfið og dreifa áhættu. Það er lærdómurinn sem við ættum að draga af Covid-kreppunni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert