„Ég kveð stjórnmálin sáttur

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. mbl.is/Árni Sæberg

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist kveðja stjórnmálinn sáttur en hann hafnaði í fimmta sæti prófkjörs flokksins í Reykjavík í gær. Hann ætlar ekki að þiggja sæti á listanum.

Að sögn Brynjars eru úrslitin talsverð vonbrigði fyrir hann. „En skilaboðin eru skýr. Ég get því kvatt stjórnmálin sáttur,“ segir Brynjar í samtali við mbl.is.

Hann segir niðurstöðuna ekki koma á óvart í ljósi þeirrar baráttu sem var um efsta sæti listans. Það hafi áhrif á niðurstöðu annarra og þeir útilokaðir. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra öttu kappi um efsta sæti listans. Niðurstaðan varð sú að Guðlaugur hafnaði í fyrsta sæti og Áslaug Arna í öðru.

Brynjar segir að baráttan hafi verið eðlileg og ekkert að henni en þetta geti gerst hjá hinum sem berjist um næstu sæti, að færast neðar á listann en þeir stefndu að. 

Það verður eðlilega og náttúrlega talsverð smölun við svona aðstæður og þá þarftu að ýta öðrum út. Það segir sig sjálft segir Brynjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert