Ekki á leið í annan flokk

Sigríður Á. Andersen.
Sigríður Á. Andersen. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nú er þetta í höndum kjörnefndarinnar. Prófkjörið er ekki bindandi og kjörnefnd fer með uppröðun á lista, væntanlega í samræmi við niðurstöðu prófkjörsins. Þannig að ég er að segja það að ég geri enga kröfu um sæti á lista,“ útskýrir Sigríður Á. Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, um afstöðu sína til niðurstöðu prófkjörs flokksins í Reykjavík. 

Sigríður verður því ekki á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningar í haust. Hún var ekki á meðal átta efstu í prófkjörinu. 

Sigríður tekur fyrir að vera á leiðinni í annan flokk og tók sérstaklega fram í færslu sinni á Facebook að hún væri til­bú­in til að leggja sjálf­stæðis­stefn­unni lið hvar og hvenær sem væri. 

„Ég hef margoft tekið fram, og bent fólki á, að það er hægt að hafa áhrif á pólitík án þess að vera kjörinn fulltrúi á Alþingi. Það hef ég gert í áratugi áður en ég tók sæti á Alþingi. En ég er ekki búin að ákveða mig hvað ég geri næst.“

Sigríður segist ganga sátt frá sínum störfum á Alþingi og sem ráðherra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert