Guðlaugur Þór sigraði

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson mbl.is/Sigurður Unnar

Guðlaugur Þór Þórðarson fór með sigur af hólmi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varð í öðru sæti. 182 atkvæðum munaði á þeim tveimur í 1. sæti. Guðlaugur Þór fékk 48,7% atkvæða í 1. sæti en Áslaug Arna 46,1%. 

Talningu lauk fyrir skömmu en atkvæði greiddu 7.493 og gild atkvæði voru 7.208.

Efstu átta eru:

  1. Guðlaugur Þór Þórðarson með 3.508 atkvæði í 1. sæti
  2. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir með 4.912 atkvæði í 1. til 2. sæti
  3. Diljá Mist Einarsdóttir með 2.875 atkvæði í 1. til 3. sæti
  4. Hildur Sverrisdóttir með 2.861 atkvæði í 1. til 4. sæti
  5. Brynjar Níelsson með 3.311 atkvæði í 1. til 5. sæti
  6. Birgir Ármannsson með 4.173 atkvæði í 1. til 6. sæti
  7. Kjartan Magnússon með 3.449 atkvæði í 1. til 7. sæti
  8. Friðjón R. Friðjónsson með 3.148 atkvæði í 1. til 8. sæti

Sigríður Á. Andersen, sem lengst af í fyrri tölum var í 8. sæti, náði ekki í átta efstu sætin þegar lokatölur voru kynntar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert